Bleikur október í Stoð
Hjá Stoð er hægt að fá mælingu og mátun á gervibrjóstum og fleygum og ráðgjöf við val á fatnaði svo sem brjóstahöldurum, sundfatnaði eða toppum. Í tilefni af bleikum október bjóðum við ókeypis ráðgjöf og 60% afslátt af öllum undirfötum, auk þess sem 10% af söluandvirðinu rennur til Krabbameinsfélagsins.
Stuðningur við notendur gerviútlima
Hjá Stoð starfar hópur stoðtækjafræðinga og sjúkraþjálfara með sérfræðiþekkingu á spelkum, gerviútlimum og öðrum stoðtækjum. Einn þeirra er Kjartan Gunnsteinsson sem hefur um 30 ára reynslu af vinnu við gerviútlimi.
Göngugreining
Stoð hefur áralanga reynslu af göngugreiningum bæði fyrir fullorðna og börn. Áhersla er lögð á vandaða greiningu og faglega ráðgjöf sérfræðinga. Göngugreining getur gefið mikilvægar upplýsingar um hverskonar skófatnaður hentar best og í mörgum tilvikum er hægt að lagfæra göngulag eða draga úr þreytu eða verkjum með innleggjum.
Bókaðu tíma hjá sérfræðingunum okkar
Tímabókanir
Bókaðu tíma í eina af okkar þjónustum. Við tökum vel á móti þér í verslun okkar að Draghálsi 14-16 í Reykjavík

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja
Viðgerðir
Hjálpartækjaverkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.
